Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júlí 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
RB Leipzig: Keita er ekki til sölu
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig ætlar ekki að selja miðjumanninn Naby Keita í sumar.

Keita hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í sumar, en talið er að Leipzig hafi nú þegar hafnað 57 milljón punda tilboði frá Liverpool í miðjumanninn. Liverpool ætlar, að sögn Sky að gera nýtt tilboð.

Sagt er að Keita vilji fara til Liverpool, en Leipzig stefnir að því að halda honum og Svíanum Emil Forsberg, sem hefur verið orðaður við AC Milan. Þær voru báðir frábærir á síðasta tímabili.

„Þú getur séð að þeim líður vel hérna og þeim hlakkar til næsta tímabils," sagði Ralph Hasenhuttl við Kicker.

„Það er mikið hrós fyrir okkur að þeir skuli vekja þennan áhuga, en það er ekki í myndinni hjá okkur að leyfa leikmönnum að fara eftir fyrsta tilboð. Okkar markmið er að verða stórt félag."
Athugasemdir
banner
banner
banner