Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 17. júlí 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney: Auðvitað getur Barkley hjálpað okkur
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, sem gekk í raðir Everton á dögunum, vonast til þess að Ross Barkley verði áfram í herbúðum félagsins.

Barkley rennur út samningi eftir næstu leiktíð og Ronald Koeman, stjóri Everton, ætlar að selja hann ef hann skrifar ekki undir framlengingu á samningnum í sumar.

Barkley hefur m.a. verið orðaður við Tottenham í sumar, en Rooney, sem er uppalinn hjá Everton rétt eins og Barkley, vonast til þess að miðjumaðurinn verði áfram.

„Ross er góður fótboltamaður og auðvitað viljum við að hann verði hluti af því sem við erum að gera hjá Everton," sagði Rooney.

„Hann getur hjálpað okkur að verða betri, en hann mun sjálfur taka ákvörðun um framtíð sína."

„Ég er viss um að hann muni ræða við stjórann og gera það sem er rétt fyrir sjálfan sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner