mán 17. júlí 2017 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Strákarnir okkar hafa veitt stelpunum okkar innblástur
Hallbera Guðný á fréttamannafundinum í gærdag.
Hallbera Guðný á fréttamannafundinum í gærdag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar mæta Frökkum annað kvöld.
Stelpurnar okkar mæta Frökkum annað kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi annað kvöld þegar þær mæta Frakklandiá Koning Willem II leikvangnum í Tilburg og hefst 18:45 að íslenskum tíma.

Hallbera Guðný Gísladóttir leikmaður kvennalandsliðsins segir að frábær árangur strákanna okkar á EM í Frakklandi í fyrra gefi þeim innblástur fyrir mótið sem framundan er.

„Þeir hafa veitt okkur innblástur við það sem við erum að gera. Við förum kannski með þeirra árangur á bakinu og fólk vill sjá annað svona ævintýri. Við getum lært heil mikið af því sem þeir gerðu."

„Við vonumst auðvitað til þess að feta í fótspor strákanna," sagði Hallbera.

„Mér finnst fínt að hafa þeirra sögu og þetta er svipað hjá okkur. Við verðum að nýta okkur það. Ef þeir gátu náð svona árangri þá getum við það líka," bætti Fanndís Friðriksdóttir við.

Hallbera segir að stelpurnar finni þó ekki fyrir meiri pressu frá þjóðinni.

„Við finnum ekki fyrir meiri pressu en maður finnur fyrir því að áhuginn er meiri. Ég held að það sé hluta til útaf fótboltaæðinu sem gekk yfir landinu í fyrra og það vilja allir að okkur gangi vel," sagði Hallbera og hélt áfram.

„Ég myndi ekki segja að við finnum fyrir þeirri pressu að fólk vilji að við komum með gullið heim, annars verðum við okkur til skammar. En við nýtum þennan kraft sem þetta hefur gefið okkur og tökum þetta í reynslubankann," sagði Hallbera að lokum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner