Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. júlí 2017 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Totti tekur að sér stjórnunarstarf hjá Roma (Staðfest)
Totti fer ekki frá Roma.
Totti fer ekki frá Roma.
Mynd: Getty Images
Francesco Totti hefur staðfest það að hann sé hættur að spila fótbolta. Hann er búinn að taka að sér stjórnunarstöðu hjá Roma.

Totti, sem er fertugur, er goðsögn í Róm enda var hann 25 ára hjá Roma og lék 786 leiki fyrir félagið.

Talað var um að Totti myndi spila fyrir annað félag áður en hann myndi leggja skóna á hilluna, en hann hefur núna staðfest það að skórnir séu komnir upp á hilluna frægu.

„Ég lauk leikmannaferli mínum þann 28. maí 2017," sagði Totti í viðtali sem birtist á heimasíðu Roma.

„Fyrsta hluta lífs míns, sem leikmaður, er lokið en nú fer ég í nýtt starf og ég vonast til þess að sinna því eins vel."
Athugasemdir
banner