Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. júlí 2017 19:00
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Upplýsingar um Fanzone fyrir fyrsta leik Íslands á EM
Hér verður stuð annað kvöld hjá Íslendingunum í Tilburg.
Hér verður stuð annað kvöld hjá Íslendingunum í Tilburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti leikur Íslands á EM í Hollandi er annað kvöld gegn Frakklandi á Koning Willem II vellinum í Tilburg. Leikurinn hefst klukkan 18:45.

Í borginni verður stuðningsmannasvæði, “Fan Zone” og verður það staðsett á Pieter Vreedeplein torginu í borginni.

Svæðið verður opið frá 13:00 – 20:00 á hollenskum tíma og segja má að þar verði nóg fyrir alla.

Þar verða hoppukastalar fyrir börnin, sjónvarpsskjáir, drykkir og matur ásamt íslenskum tónlistaratriðum. Íslensku tónlistarfólkið, Glowie, Amabadama og Emmsjé Gauti stíga á stokk 17:30 til 19:00 og í kjölfarið verður síðan lagt af stað í stuðningsmanna göngu á völlinn.

Á leiðinni mun brassband spila fyrir stuðningsmenn, en aðeins eru um 2,5 km á völlinn frá svæðinu.

Eftir leik verða svo sérstakir strætóar fyrir þá stuðningsmenn sem tóku þátt í göngunni.

Ítarlegri upplýsingar er hægt að sjá á vef Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner