banner
   mán 17. júlí 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verða Diego Forlan og Ingvar samherjar í Noregi?
Forlan gæti óvænt verið á leið til norska liðsins Sandefjord.
Forlan gæti óvænt verið á leið til norska liðsins Sandefjord.
Mynd: Getty Images
Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að úrúgvæski sóknarmaðurinn Diego Forlan gæti óvænt verið á leið til Sandefjord, sem leikur í norsku úrvalsdeildinni.

Forlan, sem er 38 ára gamall, hefur komið víða við á ferlinum, en hann lék síðast með Mumbai City FC á Indlandi. Þar áður lék hann m.a. með Manchester United og Atletico Madrid.

Umboðsmaðurinn Terje Liverød er á bak við þetta, en hann segir að Forlan sé áhugasamur um að fara til Sandefjord.

„Ég get staðfest það að þeir eru að vinna í því að fá Forlan til Sandefjord," sagði Liverød í viðtali sem birtist hjá norska ríkisútvarpinu. „Diego staðfesti það við mig um helgina að hann væri opinn fyrir því að spila fyrir Sandefjord."

Þetta væru klárlega mjög áhugaverð félagsskipti, en með Sandefjord leikur landsliðsmarkvörðurinn Ingvar Jónsson.

Sandefjord er sem stendur í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner