Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 17. ágúst 2017 22:26
Mist Rúnarsdóttir
Elín Metta: Pressulausar í seinni hlutanum
Elín Metta skoraði tvö í kvöld og er komin með 10 Pepsi-mörk í sumar
Elín Metta skoraði tvö í kvöld og er komin með 10 Pepsi-mörk í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Kannski smá framhald af síðasta leik. Svipað sett upp af báðum liðum fannst mér. En við unnum og það var munurinn á þessum tveimur leikjum,“ sagði Elín Metta Jensen, fyrirliði Vals og og hló, ánægð eftir sterkan 2-1 útisigur á Stjörnunni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Valur

Valskonur áttu harma að hefna en þær máttu sætta sig við tap gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins síðastliðinn sunnudag.

„Við vorum ákveðnar í að svara fyrir síðasta leik. Það er hundfúlt að vera dottnar úr bikar en við gerðum það sem við gátum til þess að gíra okkur upp í þennan leik og mér fannst það takast vel hjá liðinu.“

Elín Metta átti góðan leik og skoraði bæði mörk Vals. Það síðara úr vítaspyrnu sem andstæðingarnir voru ekki sáttir við og vildu meina að brotið hefði verið á Gemmu Fay markverði skömmu áður en að Kim Dolstra togaði Ariönu Calderon niður í teignum.

„Ég man ekki eftir neinu broti í aðdragandanum en mér fannst það sem hann dæmdi á vera pjúra víti,“ sagði Elín Metta en hún fór sallaróleg á vítapunktinn og skoraði.

Með sigrinum komast Valskonur í 25 stig og eru því aðeins tveimur stigum á eftir liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. Valskonur ætla að njóta þess að spila fótbolta út fótboltasumarið og sjá hvort það skili þeim ofar í töflunni.

„Við erum eiginlega svolítið pressulausar í þessum seinni hluta myndi ég segja. Við mætum náttúrulega í hvern leik til að vinna en við ætlum samt líka að njóta og reyna að hafa svolítið gaman af þessu. Mér fannst það takast í dag og við uppskárum. Við höldum því bara áfram,“ sagði Elín Metta meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner