Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 17. ágúst 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Hummels fetar í fótspor Mata
Hummels gerir góðverk.
Hummels gerir góðverk.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Mats Hummels er fyrsti leikmaðurinn til að feta í fótspor Juan Mata með því að gefa 1% af launum sínum í góðgerðarmál.

Mata, leikmaður Manchester United, kallaði eftir því að stór nöfn í boltanum myndi fylgja sér í þessu.

„Þetta er tækifæri fyrir fótboltann til að bæta heiminn og ég vil taka þátt í því," segir Hummels, varnarmaður Þýskalandsmeistara Bayern München.

„Við getum nýtt aukna innkomu inn í fótboltann í dýpri tilgang. Með þessu 1% erum við að byggja brú milli fótboltans og þeirra félagslegu áhrifa sem hann hefur um allan heim."

Mata er með það markmið að gera ellefu manna úrvalslið með leikmönnum sem allir gefa 1% af launum sínum til 'Common Goal' samtakanna sem vinna að góðgerðarmálum tengdum fótbolta. Hann segir að Hummels sé frábær liðsfélagi.

„Þarna fáum við ríkjandi heimsmeistara sem er á hátindi ferilsins og spilar með einu besta liði jarðarinnar. Hann ákveður að slást í hópinn og það sýnir kraftinn í því sem við erum að gera," segir Mata.
Athugasemdir
banner
banner