Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. ágúst 2017 20:27
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Inkasso: Breiðholtsliðin sigruðu bæði
Jón Gísli skoraði tvö í kvöld
Jón Gísli skoraði tvö í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í Inkasso-deildinni í kvöld.

Í Breiðholtinu fékk ÍR lið Gróttu í heimsókn í botnslag.

Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu og úr henni skoraði Jón Gísli Ström. Sergine Modou Fall tvöfaldaði forystu ÍR á 61. mínútu og níu mínútum síðar btti Jón Gísli við öðru marki sínu og staðan orðin 3-0.

Grótta náði að klóra í bakkann á 78. mínútu með marki frá Ásgrími Gunnarssyni en lengra komust þeir ekki og lokastaðan 3-1. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá ÍR-ingum en með sigrinum lyftu þeir sér sjö stigum frá fallsætinu en þar sitja Gróttumenn.

Í hinum leiknum mættust Selfoss og Leiknir R.

Leiknir fengu vítaspyrnu strax á 8. mínútu og úr henni skoraði Ragnar Leósson.

Það dró svo til tíðinda á 55. mínútu leiksins en þá féll Leighton Mcintosh inn í vítateig Leiknismanna og fékk hann gult spjald fyrir leikaraskap. Við það sturluðust Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss og Elías Örn Einarsson, markmannsþjálfari Selfoss sem endaði með að þeir voru reknir upp í stúku.

Leiknir bætti svo við öðru marki á 90. mínútu en það skoraði Tómas Óli Garðarsson og 2-0 sigur Leiknis staðreynd. Með sigrinum komst Leiknir upp í 7. sæti deildarinnar en Selfoss er í því níunda.

ÍR 3 - 1 Grótta
1-0 Jón Gísli Ström ('45 , víti)
2-0 Sergine Modou Fall ('61 )
3-0 Jón Gísli Ström ('70 )
3-1 Ásgrímur Gunnarsson ('78 )


Selfoss 0 - 2 Leiknir R.
0-1 Ragnar Leósson ('8 , víti)
0-2 Tómas Óli Garðarsson ('90)
Rautt spjald: ,Elías Örn Einarsson , Selfoss ('57)Gunnar Rafn Borgþórsson , Selfoss ('57)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner