Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   fim 17. ágúst 2017 21:31
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Sandra María: Þetta er undir okkur komið
Sandra María var ánægð með leik síns liðs í kvöld þrátt fyrir erfiðleika í byrjun
Sandra María var ánægð með leik síns liðs í kvöld þrátt fyrir erfiðleika í byrjun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við duttum svolítið niður á þeirra prógramm og mættum ekki alveg nógu agressívar í byrjun leiks. Um leið og við héldum róinni og byrjðum að spila gekk þetta miklu betur. Skilaboðin frá Donna voru einfaldlega að halda áfram og vera rólegar," sagði Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, eftir 4-1 sigur á Haukum á Gaman Ferða vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  4 Þór/KA

„Við vorum búnar að leikgreina þær rosalega vel og horfa á leiki með þeim þannig við vitum að þær eru mjög direct lið. Þær eru með duglega leikmenn fram á við svo við urðum að vera á tánum allan leikinn."

Útlitið er bjart fyrir Þór/KA en þær eru með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar. Það má því segja að titillinn sé nánast kominn norður en Sandra María vildi þó ekki segja það.

„Fólk má segja það sem það vill en við þurfum fyrst og fremst að gíra okkur upp fyrir næsta leik. Auðvitað lítur þetta vel út og er í okkar höndum en það er þá líka undir okkur komið að klára þetta."

Donni gerði heiðarlega tilraun til að slá Söndru út af laginu í miðju viðtali. Atvikið ásamt viðtalinu í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner