Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 17. ágúst 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Tottenham og Ajax komast að samkomulagi um Sanchez
Davinson Sanchez í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili
Davinson Sanchez í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili
Mynd: Getty Images
Tottenham og Ajax hafa komist að samkomulagi um kaup á varnarmanninum Davinson Sanchez samkvæmt heimildum Sky.

Sanchez er 21. árs Kólumbíumaður og er hann uppalinn hjá Atletico Nacional þar í landi.

Í fyrra gekk hann til liðs við Ajax og var hann fljótur að brjótast inn í aðallið félagsins. Eftir að hafa leikið einn leik með unglingaliði Ajax fór hann í aðalliðið og lék 43 leiki á síðasta tímabili með aðalliði Ajax og skoraði hann 6 mörk.

Á síðasta tímabili lék Sanchez sína fyrstu landsleiki fyrir Kólumbíu en hann er kominn með tvo landsleiki.

Þetta verða fyrstu kaup Tottenham á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner