Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. ágúst 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
West Brom hefur áhuga á varnarmanni Tottenham
West Brom hefur áhuga á Wimmer
West Brom hefur áhuga á Wimmer
Mynd: Getty Images
West Brom hefur áhuga á að fá varnarmann Tottenham, Kevin Wimmer til liðs við félagið.

Samkvæmt heimildum Sky hefur ekkert tilboð komið í leikmanninn en sömu heimildir segja að West Brom hafi spurt Tottenham hvort félagið væri tilbúið að selja leikmanninn.

Fréttirnar koma eftir að Manchester City bauð 18 milljónir punda í miðvörð West Brom, Jonny Evans en tilboðinu var hafnað.

Tony Pulis, stjóri West Brom vill ekki missa fyrirliðann sinn en vill jafnframt styrkja varnarleik sinn, sama hvort Evans fari eða ekki.

Stoke City hafði einnig áhuga á Wimmer fyrr í sumar en áhuginn dvínaði eftir að þeir fengu Bruno Martins Indi á 7 milljónir punda frá Porto.

Wimmer á tvo landsleiki fyrir Austurríki en hann gekk til liðs við Tottenham árið 2015 og hefur aðeins leikið 14 leiki á tveimur tímabilum.
Athugasemdir
banner
banner