mið 17. september 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
Avram Grant til starfa í Tælandi (Staðfest)
Avram Grant.
Avram Grant.
Mynd: Getty Images
Avram Grant, fyrrum stjóri Chelsea, hefur ráðið sig til starfa sem tæknilegur ráðgjai hjá BEC Tero Sasana í Tælandi.

,,Það eru mjög spennandi tímar að fá goðsögn eins og Avram Grant til starfa hjá félaginu," sagði Robert Procureur framkvæmdastjóri Tero Sasana.

,,Avram mun mæta á allar æfingar og fylgjast með leikmönnum."

Grant tók óvænt við Chelsea af Jose Mourinho haustið 2007 og var nálægt því að vinna Meistaradeildina með liðinu en tap í vítaspyrnukeppni gegn Manchester United kom í veg fyrir það.

Grant hefur síðan þá meðal annars stýrt West Ham og Portsmouth en hann var síðast þjálfari hjá Partizan Belgrad árið 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner