Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. september 2014 22:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Daily Mail 
Ballack: Özil hefði ekki átt að fara frá Real
Michael Ballack.
Michael Ballack.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Michael Ballack, fyrrum landsliðsmaður þýska landsliðsins, segist ekki geta áttað sig á því hvað veldur slakri frammistöðu Mesut Özil á vellinum.

Özil hefur legið undir mikilli gagnrýni eftir frammistöðu sína með Arsenal í fyrstu leikjum tímabilsins. Özil fór vel af stað eftir að hafa komið frá Real Madrid, en hefur síðan þá dalað mikið.

Ballack gengur svo langt að segja að Özil hefði aldrei átt að fara frá Real.

,,Ég veit ekki hvað kom yfir hann. Það hlýtur að vera eitthvað bakvið tjöldin því hausinn á honum er yfirleitt hangandi. Líkamstjáningin hefur ekki skánað þrátt fyrir að hann hafi orðið heimsmeistari," sagði Ballack.

,,Ég veit ekki hvað hefur gengið á á þessu ári frá því hann kom til Arsenal frá Madrid. Leikmaður eins og hann með þesi gæði hefði átt að vera lengur í Madríd."
Athugasemdir
banner
banner
banner