Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. september 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 1. deild: Of margir spilað yfir pari
Leikmaður 21. umferðar - Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar)
Hilmar Trausti Arnarsson.
Hilmar Trausti Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar er uppalinn hjá Haukum.
Hilmar er uppalinn hjá Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar og bróðir hans í stúkunni.
Hilmar og bróðir hans í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar unnu 2-0 útisigur gegn ÍA í 21. umferð 1. deildarinnar síðasta laugardag. Umferðina á undan tryggðu Skagamenn sér sæti í Pepsi-deildinni en Haukar sem voru aðeins að keppa upp á stoltið gerðu sér lítið fyrir og sóttu þrjú stig.

Fyrirliði Hauka, Hilmar Trausti Arnarsson, átti góðan leik í vinstri bakverðinum, skoraði fyrra markið og var valinn leikmaður umferðarinnar. Ég byrjaði á að spyrja hann út í hvort ekki hafi verið erfitt að gíra sig upp í þennan leik?

„Nei það var það ekki. Þrátt fyrir að löngu sé ljóst að liðið spili í sömu deild að ári þá er mikill metnaður innan hópsins að safna eins mörgum stigum og lenda eins ofarlega í töflunni og mögulegt er," segir Hilmar.

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari liðsins, mun láta af störfum eftir tímabilið.

„Bjössi hefur verið duglegur við að halda okkur á tánum og hef ég ekki fundið fyrir þeirri deyfð sem oft vill verða á æfingum og í leikjum hjá liðum sem hafa að “litlu” að keppa í lok móts. Eins hjálpaði það auðvitað til að við vorum að fara að keppa á móti liði sem hafði þegar tryggt sér sæti í deild þeirra bestu og voru í harðri baráttu um að vinna deildina. Ef menn geta ekki gírað sig upp í leik gegn ÍA við toppaðstæður, á frábærum fótboltavelli, þá held ég að menn ættu að finna sér eitthvað annað að gera."

„Við vorum búnir að tala um það fyrir leik að keyra á þá strax frá upphafi og mér fannst það takast mjög vel. Reyndar áttu þeir sláarskot snemma í leiknum en fyrir utan það fannst mér við sterkari aðilinn lengstum í fyrri hálfleik, án þess þó að ná að skora mark. Við töluðum um það í hálfleik að vera þolinmóðir og reyna að halda áfram af sama krafti. Við náðum að skora snemma í seinni hálfleik og eftir það fannst mér þetta aldrei nein spurning. Auðvitað er sigurinn aldrei öruggur í stöðunni 1-0 en mér fannst þeir aldrei ná að ógna okkur af viti eftir að við náðum forystunni. Sigurinn var í það minnsta sanngjarn."

Frammistaða Hauka hefur verið misjöfn í sumar og liðið er í sjöunda sæti, hvað hefur vantað upp á?

„Það er ýmislegt sem hefur orsakað það að frammistaðan hefur ekki verið betri en raun ber vitni. En ef ég lít einungis á leikmannahópinn sjálfan þá var það alltaf vitað að við mættum illa við meiðslum þar sem hópurinn í ár var talsvert fámennari en til að mynda í fyrra. Mikið af meiðslum og of margir leikmenn sem hafa spilað yfir pari held ég að sé helsta skýringin," segir Hilmar.

Hilmar Trausti getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og sem miðjumaður og því liggur við að spyrja í hvorri stöðunni kann hann betur við sig?

„Bæði betra. Mér leið alltaf mjög vel inni á miðjunni en eftir að hafa verið settur í bakvörðinn þá get ég ekki annað sagt en að mér hafi liðið vel þar líka. Ég hef verið heppinn að hafa mátt sækja fram völlinn að vild, bæði í ár og í fyrra. En ef ég fengi tækifæri á að spila aftur inni á miðjunni myndi ég ekkert slá hendinni á móti því."

Hilmar Trausti verður samningslaus eftir tímabilið. „Ég er meðvitaður um að samningur minn rennur út eftir mót en hef lítið viljað spá í þessum málum á meðan á mótinu stendur. Ætla að leyfa því að klárast áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið," segir Hilmar.

Hefur eitthvað komið honum á óvart í 1. deildinni í sumar?

„Ég get ekki sagt að margt hafi komið mér á óvart. Einna helst kannski slakt gengi Grindavíkur langt fram eftir móti og slakt gengi Hauka."

Sjá einnig:
Leikmaður 20. umferðar - Eiríkur Ingi Magnússon (Leiknir)
Leikmaður 19. umferðar - Hallur Flosason (ÍA)
Leikmaður 18. umferðar - Agnar Darri Sverrisson (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 17. umferðar - Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Leikmaður 16. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Leikmaður 15. umferðar - Guðmundur Magnússon (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Leikmaður 13. umferðar - Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner