mið 17. september 2014 21:17
Elvar Geir Magnússon
Championship: Fulham í bullinu - 13 mörk í tveimur leikjum
Felix Magath, knattspyrnustjóri Fulham.
Felix Magath, knattspyrnustjóri Fulham.
Mynd: Getty Images
Það var mikið stuð í leikjum kvöldsins í ensku Championship-deildinni og alls skoruð þrettán mörk í þeim tveimur leikjum sem voru á dagskránni.

Derby sótti öll stigin á Ewood Park og er í sjöunda sæti, einu stigi frá umspilssæti eftir sjö leiki. Blackburn er í þrettánda sæti.

Það voru allar flóðgáttir opnar í leik Nottingham Forest og Fulham sem heimamenn unnu 5-3.

Talið er líklegt að þetta hafi verið síðasti leikur Fulham undir stjórn Felix Magath sem fær líklega að taka pokann sinn en Fulham er aðeins með eitt stig eftir sjö leiki og situr í neðsta sæti. Nottingham Forest trónir á toppi deildarinnar með 17 mörk.

Blackburn 2 - 3 Derby County
1-0 Ben Marshall ('1 )
1-1 Jamie Ward ('9 )
1-2 Will Hughes ('37 )
1-3 Jamie Ward ('58 )
2-3 Rudy Gestede ('78 )

Nott. Forest 5 - 3 Fulham
1-0 Britt Assombalonga ('9 )
2-0 Britt Assombalonga ('21 , víti)
2-1 Ross McCormack ('31 )
2-2 Hugo Rodallega ('51 )
2-3 Ross McCormack ('65 )
3-3 Michail Antonio ('77 )
4-3 Britt Assombalonga ('79 )
5-3 Jamie Paterson ('89 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner