Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 17. september 2014 10:25
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Andri aftur til Stabæk á reynslu
Tryggvi verður njósnari Stabæk á Íslandi
Mynd: KSÍ
Guðmundur Andri Tryggvason leikmaður 3. flokks KR er á leið til norska félagsins Stabæk á reynslu í annað skipti.

Guðmndur Andri fór með unglingaliði Stabæk á æfingamót í Búlgaríu í maí og félagið hefur nú óskað eftir að fá hann aftur til æfinga.

Guðmundur Andri sem er sóknarmaður er sonur Tryggva Guðmundssonar markahæsta leikmanns efstu deildar á Íslandi frá upphafi.

Tryggvi spilaði á sínum tíma hjá Stabæk sem og með Tromsö í Noregi en síðarnefnda liðið hefur einnig sýnt Guðmundi áhuga.

Tryggvi mun fara með Guðmundi til Noregs en Stabæk hefur áhuga á að fá hann sem njósnara félagsins á Íslandi.

Guðmundur Andri er fæddur árið 1999 en hann mun æfa með U19 ára liði Stabæk. Þá vill Stabæk einnig fá að skoða hann á æfingu með aðalliði félagsins.

Guðmundur Andri mun fara til Noregs 27. september næstkomandi og æfa með Stabæk til 5. október.

Guðmundur Andri var í U15 ára landsliði Íslands sem krækti í brons á Ólympíuleikum Æskunnar á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner