Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. september 2014 20:58
Daníel Freyr Jónsson
Joe Hart: Jafntefli hefði verið sanngjarnt
Joe Hart horfir á eftir boltanum í netið.
Joe Hart horfir á eftir boltanum í netið.
Mynd: Getty Images
,,Við börðumst í allt kvöld gegn góðu liði sem maður veit að getur gert árás hvenær sem er," sagði Joe Hart, markvörður Manchester City, eftir 1-0 tap gegn FC Bayern í kvöld.

Sigurmarkið kom ekki fyrr en á 89. mínútu, en það gerði Jerome Boateng sem skorai þar með gegn sínu gamla félagi.

,,Boltinn skaust af öðrum og það kláraði okkur og Boateng kemur því aftur til að hrella okkur. Þetta hefði verið sanngjarnt jafntefli, við létum þá vinna mikið fyrir öllu. Ég á það til að eiga mikið að gera gegn þýskum liðum."

,,Við stóðum jafnfætis FC Bayern, við höfum spilað nokkra erfiða leikiog við verðum einnig að spila vel gegn CSKA Moskva og Roma. Við höfum sjálfstraustið til að vinna alla leikina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner