mið 17. september 2014 14:19
Elvar Geir Magnússon
Meiðsli Wilshere líklega ekki alvarleg
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere er bjartsýnn á að ökklameiðslin sem hann hlaut gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í gær séu ekki alvarleg.

Wilshere meiddist á 84. mínútu í tapinu í gær en píndi sig í að klára leikinn þar sem Arsenal hafði notað allar sínar skiptingar.

Arsene Wenger sagði eftir leik að hann vissi ekki hvort meiðslin væru alvarleg en hann hefði eðlilega áhyggjur út af meiðslasögu leikmannsins.

Wilshere telur að þessi meiðsli séu ekki alvarleg og vonar að þau haldi sér ekki frá keppni þó hann sé tæpur fyrir deildarleik gegn Aston Villa á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner