mið 17. september 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pressan eykst á Rafa Benítez
Rafa Benítez, stjóri Napoli.
Rafa Benítez, stjóri Napoli.
Mynd: Getty Images
Það er pressa á Rafa Benítez, þjálfara Napoli, þessa dagana en liðinu mistókst að komast í gegnum forkeppni Meistaradeildarinnar og tapaði á heimavelli gegn Chievo í ítölsku A-deildinni um síðustu helgi.

„Við höfum rýnt aftur í leikinn eins og við gerum alltaf til að finna út hvað við gerum rangt. Það er búið að ræða hverju þarf að breyta. Tölfræðin er á okkar bandi, við áttum 33 marktilraunir en það þarf að nýta tækifærin betur. Á lokakafla leikja þarf vinnuframlagið svo að vera betra," segir Benítez.

„Við þurfum ekki að vinna alla leiki 5-0 en þurfum að stjórna leiknum. Liðið er í góðu standi samkvæmt testum. Nú þurfum við bara að vinna áfram til að halda áfram að bæta okkur, bæði líkamlega og andlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner