Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 17. september 2017 19:53
Magnús Þór Jónsson
Túfa: Virði Óla Jó - Alinn upp við að svara ekki eldra fólki
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tufa þjálfari KA var ekki sammála því að þeir norðanmenn hafi komið á KR-völlinn í dag til að ná að verja 1 stig eins og þeim reyndar tókst í 0-0 jafnteflinu.

"Planið var að sækja hér þrjú stig.  Við erum að mæta hér risaklúbbi á þeirra heimavelli og þá þarftu að velja leiðirnar sem duga til að ná í punktana og ég er bara mjög ánægður með leikinn heilt yfir, ekki síst miðað við að þetta var þriðji leikurinn á einni viku."

Hvað fannst honum um þau ummæli að þeir hafi farið inn í leikinn á svolítið "physical" hátt.  Voru KA-menn grófir í dag?

"Ég get ekki verið sammála því. Veit ekki hver tölfræðin var í brotum en mér fannst miklu meira dæmt á okkur í svona 50-50 aðstæðum.  Við erum skipaðir leikmönnum sem eru líkamlega sterkir og við komum með mikinn vilja til að vinna leikinn.  Þetta var hörkuleikur sterkra liða og ekki yfir neinu að kvarta."

KR skoraði mark sem stóð ekki, en þá höfðu liðin stillt sér upp til að hefja leik á miðju, áttaði Tufa sig á því hvað var þar í gangi?

"Ég verð að viðurkenna að ég sá ekki vel hvað gekk á.  Ég sé bara að aðstoðardómarinn kallar á aðaldómarann og talar við hann og eina sem ég man er að leikmaður er að hlaupa í átt að Rajko þegar skotið kemur, þarf að sjá þetta betur".

Óli Jó Valsþjálfari skaut á KA-menn eftir jafntefli liðanna á fimmtudag og kallaði eftir því að svo dýrt lið sem KA væri ætti að spila betri fótbolta.  Hvað vill Tufa segja um það?

"Ég virði Óla bæði sem mann og þjálfara.  Ég er alinn upp við það að svara ekki eldra fólki.  Ég held að Óli hafi verið að tala um sitt lið, lið sem er með 60 - 70 milljóna meira budget en lið sem er nýliði í deildinni eftir 13 ár í Inkasso.  Ég held að hann hafi bara ekki verið ánægður með sína menn í þessum leik."

Nánar er rætt við Tufa í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner