Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 14:43
Brynjar Ingi Erluson
Andri Adolphs gæti farið frá Val
Andri Adolphsson í leik með Val gegn sínum gömlu félögum í ÍA
Andri Adolphsson í leik með Val gegn sínum gömlu félögum í ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Adolphsson, leikmaður Vals í Pepsi-deildinni, er í viðræðum við félagið sem og eitt annað félag í deildinni en Fótbolti.net ræddi við hann í dag.

Andri, sem er fæddur árið 1992, er uppalinn í ÍA en samdi við Val fyrir sumarið 2015.

Hann varð Íslandsmeistari með Val í sumar og spilaði 14 leiki en meira og minna allt sem varamaður.

Samningurinn hans rann út í gær við Val en hann vonast þó til að klára sín mál sem allra fyrst. Hann er í viðræðum við Val sem og eitt annað félag í Pepsi-deildinni. Hann sagði spennandi kosti vera í stöðunni.

Hann var orðaður við stórlið FH í slúðurpakkanum sem birtist hér á Fótbolta.net og þá hefur Fjölnir einnig áhuga á honum samkvæmt heimildum. Hann greindi frá því að tvö önnur lið hafa sýnt honum áhuga sem spila í Pepsi-deildinni.

„Það var hringt í mig í gær frá liðum. Ég hef verið að tala við Val og hef verið að skoða mín mál í rauninni. Hugur minn er að vera í toppbaráttu á Íslandi og hvort það verður Valur eða eitthvað annað lið á eftir að koma í ljós," sagði Andri við Fótbolta.net.

„Það eru önnur lið og þetta á eftir að koma í ljós. Ég vil nú fara að klára þetta, leiðinlegt að hafa þetta hangandi yfir sér en maður verður að taka góða ákvörðun."

„Það er eitt félag sem mér þykir spennandi sem ég hef verið að tala við en svo eru tvö önnur sem hafa sýnt mér mikinn áhuga líka,"
sagði hann í lokin.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með framvindu mála hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner