Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 15:25
Brynjar Ingi Erluson
Atli Viðar gæti verið eitt ár til viðbótar hjá FH
Búið að virkja ákvæði í samningnum - Sest niður með FH á næstu vikum
Atli Viðar Björnsson í leik með FH
Atli Viðar Björnsson í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Viðar Björnsson, framherji FH, býst ekki við öðru en að vera áfram hjá FH á næsta tímabili. Fótbolti.net heyrði í honum hljóðið en hann er þessa stundina staddur á Spáni.

Atli sem er uppalinn á Dalvík gekk til liðs við FH árið 2001 en hann hefur skorað 124 mörk í bæði deild- og bikar fyrir félagið. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður FH frá upphafi.

Hann spilaði 12 deildarleiki í sumar fyrir FH en komst þó ekki á blað í markaskorun. Hann skoraði hins vegar tvö mörk í bikarnum.

Samkvæmt heimasíðu KSÍ þá rennur samningur Atla út um áramótin en hann greindi þó Fótbolta.net frá því að það væri ákvæði í samningnum hjá honum þar sem hann getur framlengt samninginn um eitt ár.

Atli býst ekki við öðru en að þegar undirbúningstímabilið fer af stað að hann æfi áfram með FH en hann á þó eftir að setjast niður með Ólafi Kristjánssyni, sem tók við liðinu á dögunum.

„Ég er með samning eða það er ákvæði í samningnum mínum þannig ég lít svo á að ég sé leikmaður FH þangað til að annað yrði ákveðið. Ég á ekki von á öðru en að ég mæti á æfingar hjá FH þegar þeir byrja að æfa aftur," sagði Atli við Fótbolta.net.

„Það gat bæst annað ár við sem leikmaður ef að ákveðnar forsendur myndu ganga eftir. Það ákvæði er virkjað en ég reikna með að við setjum niður og ræðum málin þegar ég kem heim."

„Það halda margir að ég sé samningslaus. Það hafa ákveðin félög áhuga á manni en ég er að hugsa um að taka þjálfaranámskeið í haust og er farinn að horfa á svoleiðis hlutverk og það hafa komið svoleiðis símtöl líka og ég fundið fyrir smá áhuga og fengið símtöl," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner