Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Karius í markið - Llorente byrjar
Fylgst með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu
Karius stendur í marki Liverpool í kvöld.
Karius stendur í marki Liverpool í kvöld.
Mynd: Getty Images
Llorente byrjar frammi með Harry Kane.
Llorente byrjar frammi með Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Guardiola mæta Napoli.
Lærisveinar Guardiola mæta Napoli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir aðeins þrjár breytingar á byrjunarliði sínu í kvöld. Liverpool er að fara að spila gegn FH-bönunum í Maribor úti í Slóveníu, í Meistaradeildinni.

FH tapaði 1-0 á sama velli í sumar.

Liverpool hefur gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni og þarf helst sigur í kvöld.

Klopp er ekki mikið að rótera. Hann reyndar skiptir á markvörðum, Karius kemur inn fyrir Mignolet. Trent Alexander-Arnold byrjar í hægri bakverði og James Milner er í fyrsta sinn í byrjunarliði í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er fyrirliði í dag.

Alex Oxlade-Chamberlain, sem var keyptur á lokadegi félagaskiptagluggans, er áfram á meðal varamanna.

Real Madrid fær Tottenham í heimsókn og þar er enginn Gareth Bale í byrjunarliði heimamanna, hann fær ekki tækifæri til að mæta sínum gömlu félögum vegna meiðsla.

Tottenham stillir upp í þriggja manna vörn með Fernando Llorente og Harry Kane saman frammi.

Skemmtilegasti leikur kvöldsins verður síðan líklega á Ethiad í Manchester þar sem skemmtilegasta fótboltalið Englands um þessar mundir mætir skemmtilegasta fótboltaliði Ítalíu, Manchester City og Napoli eigast við í mjög áhugaverðri rimmu.

City mætir með óbreytt lið frá 7-2 sigrinum gegn Stoke um síðustu helgi. Sergio Aguero er áfram á varamannabekknum, en hann lenti í bílslysi í Amsterdam á dögunum.

Veislan hefst klukkan 18:45.

Byrjunarlið Liverpool gegn Maribor: Karius, Alexander-Arnold, Matip, Lovren, Moreno, Can, Milner, Wijnaldum, Coutinho, Salah, Firmino.
(Varamenn: Mignolet, Klavan, Gomez, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Sturridge, Solanke)

Byrjunarlið Man City gegn Napoli: Ederson, Walker, Otamendi, Stones, Delph, Fernandinho, De Bruyne, Silva, Sane, Sterling. Jesus.
(Varamenn: Bravo, Aguero, Gundogan, Danilo, Yaya Toure, Mangala, Bernardo)

Byrjunarlið Napoli gegn Man City: Reina, Hysaj, Koulibaly, Ghoulam, Albiol, Hamsik, Zielinski, Diawara, Callejon, Mertens, Insigne.
(Varamenn: Sepe, Maggio, Maksimovic, Allan, Jorginho, Rog, Ounas)

Byrjunarlið Real Madrid gegn Tottenham: Navas; Achraf, Varane, Ramos, Marcelo, Modric, Casemiro, Kroos, Isco, Benzema, Ronaldo.
(Varamenn: Casilla, Nacho, Theo, Lucas V., Llorente, Asensio, Ceballos)

Byrjunarlið Tottenham gegn Real Madrid: Lloris, Alderweireld, Vertonghen, Sanchez, Aurier, Sissoko, Dier, Winks, Eriksen, Kane, Llorente.
(Varamenn: Vorm, Foyth, Trippier, Rose, Walker-Peters, Georgiu, Son)




Leikir kvöldsins:

E-riðill:
18:45 Spartak Moskva - Sevilla
18:45 Maribor - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)

F-riðill:
18:45 Man City - Napoli (Stöð 2 Sport 5)
18:45 Feyenoord - Shakhtar Donetsk

G-riðill:
18:45 RB Leipzig - Porto
18:45 Monaco - Besiktas

H-riðill:
18:45 Real Madrid - Tottenham (Stöð 2 Sport 4)
18:45 APOEL - Dortmund (OPINN á Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner