Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 13:08
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Þór býst við því að vera áfram hjá FH
Davíð Þór Viðarsson verður líklega áfram hjá FH
Davíð Þór Viðarsson verður líklega áfram hjá FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, verður að öllum líkindum áfram hjá félaginu en hann er að renna út á samning um áramótin. Hann ræddi stuttlega við Fótbolta.net.

Davíð er einn farsælasti leikmaður í sögu FH en hann hefur leikið 239 deildar- og bikarleiki fyrir félagið og skorað 11 mörk.

Hann hefur þá leikið með Lilleström, Östers IF, Lokeren og Vejle í atvinnumennsku en hann var lykilmaður með Östers frá árunum 2010 til 2012.

Ólafur Kristjánsson tók við FH á dögunum eftir að Heimir Guðjónsson var látinn taka poka sinn en Davíð býst þó við því að vera áfram og hefur þegar rætt við Ólaf um stöðu sína.

„Samningurinn minn rennur út um áramótin en ég býst þó fastlega við því að vera áfram hjá FH," sagði Davíð við Fótbolta.net í dag.

„Það er auðvitað mjög leiðinlegt að missa mann eins og Heimi en það er líka mjög spennandi að fá Ólaf inn í þetta. Ég ræddi aðeins við Ólaf áður en ég fór til Bandaríkjanna í frí en svo ræðum við betur saman þegar ég kem heim í byrjun nóvember," sagði hann í lokin.

Það eru margir lykilmenn FH sem renna út á samning um áramótin en þar má nefna Atla Guðnason, Kassim Doumbia, Emil Pálsson og Pétur Viðarsson.
Athugasemdir
banner
banner