Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne lofsamaður - Líkt við Scholes og Beckham
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne var öflugur þegar Manchester City lagði Napoli að velli í Meistaradeildinni í kvöld.

De Bruyne er að spila frábærlega um þessar mundir.

Hann lagði upp seinna mark City í 2-1 sigri á Napoli. Hann sendi boltann stórkostlegan bolta fyrir markið og eftirleikurinn var auðveldur fyrir félaga hans, Gabriel Jesus.

De Bruyne var lofsamaður á samfélagsmiðlum og Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður bæði Manchester United og Manchester City, hrósaði honum í hástert á BT Sport.

„Hann er bestur," sagði Hargreaves áður en hann líkti honum við Paul Scholes og David Beckham. „Hann er sá besti sem ég hef séð í langan tíma í að finna sendinguna áður en markið kemur. Scholes var áður bestur í stuttum sendingum og Beckham var bestur í löngu sendingunum," sagði Hargreaves.

Hér að neðan eru nokkur tíst frá kvöldinu í kvöld.



















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner