Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ESPN: Stóri Sam vill taka við bandaríska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce hefur áhuga á starfi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, en þetta er haft eftir heimildarmönnum ESPN.

Stóri Sam, sem verður 63 ára gamall eftir nokkra daga, var ráðinn landsliðsþjálfari Englands eftir síðasta Evrópumót, en hann entist ekki lengi í því mjög svo krefjandi starfi.

Allardyce var látinn hætta störfum eftir að vandræðalegar upptökur litu dagsins ljós. Á upptökunum heyrist þegar Stóri Sam útskýrir hversu auðvelt er að komast framhjá reglum á leikmannamarkaðinum.

Eftir að hann var látinn hætta tók hann við Crystal Palace. Hann bjargaði liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni, en ákvað síðan að hætta að tímabilinu loknu.

Samkvæmt heimildarmönnum ESPN er hann tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Hann vill fá annað krefjandi starf.

Hann ætlar ekki að taka við Skotlandi en hann hefur áhuga á því að taka við landsliði Bandaríkjanna.

Sem leikmaður varði Allardyce ári í Flórída með Tampa Bay Rowdies. Þar kunni hann vel við sig.

Nú gæti hann verið að snúa aftur. Bruce Arena hætti sem landsliðsþjálfari eftir að hafa mistekist að koma Bandaríkjunum á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1986 sem Bandaríkin kemst ekki á HM, en Allardyce, ef hann tekur við, mun fá það verkefni að móta og byggja upp betra landslið.
Athugasemdir
banner
banner
banner