banner
   þri 17. október 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti brottreksturinn á Ítalíu kominn
Cagliari hefur ekki haft ástæðu til þess að fagna oft á þessu tímabili.
Cagliari hefur ekki haft ástæðu til þess að fagna oft á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Cagliari hefur staðfest það að Massimo Rastelli hefur verið rekinn úr þjálfarastólnum hjá félaginu. Hann er því fyrsti þjálfarinn sem fær sparkið í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili.

Liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum en síðasti naglinn í kistuna var 3-2 tap gegn Genoa um liðna helgi.

Það var í morgun sem fréttir fóru að berast af því að Rastelli myndi taka pokann sinn. Í yfirlýsingu frá félaginu er honum þakkað fyrir þau tvö ár sem hann starfaði fyrir félagið, hann hafi gert það af fagmennsku og ástríðu.

„Hann átti stóran þátt í því að við unnum ítölsku B-deildina og náðum ellefta sæti á síðasta tímabili. Við óskum hans alls hins besta út feril hans," segir í tilkynningu Cagliari.

Diego Lopez er að taka aftur við Cagliari. Hann var þjálfari unglingaliðs félagsins 2012, svo aðstoðarþjálfari og loks aðalþjálfari frá júlí 2013 til apríl 2014. Hann hefur síðan starfað fyrir Bologna og Palermo.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner