Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Indriði Áki búinn að rifta samningi sínum við Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvallarleikmaðurinn Indriði Áki Þorláksson hefur ákveðið að rifta samningi sínum við Fram, sem leikur í Inkasso-deildinni.

Indriði Áki gekk í raðir Fram fyrir tveimur árum.

Í sumar lék hann 22 leiki fyrir Fram í deild og bikar. Hann byrjaði 20 deildarleiki og var lykilmaður bæði fyrir Ásmund Arnarsson og eftirmann hans, Pedro Hipolito.

Með Indriða í lykilhlutverki endaði Safamýrarliðið í níunda sæti Inkasso-deildarinnar með 27 stig.

Hann spilaði svo tvo leiki til viðbótar í Borgunarbikar karla þar sem Fram féll úr leik gegn ÍA í ótrúlegum fótboltaleik upp á Akranesi.

Indriði, sem er fæddur 1995, er uppalinn á Skaganum, en fór ungur til Vals. Hann hefur einnig leikið með Leikni R. og Keflavík.

Óljóst er hvar Indriði spilar næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner