Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Óli skoraði fyrir varalið Leeds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Keflavíkur, er búinn að vera hjá gamla stórveldinu Leeds núna í 10 daga og og hefur verið að æfa vel.

Ísak, sem var fastamaður í liði Keflavíkur í Inkasso-deildinni sumar, tók fyrstu æfinguna hjá Leeds með U18 ára liðinu en var svo strax færður upp í U23 ára liðið, sem er varalið félagsins.

Í dag lék hinn 17 ára gamli Ísak með varaliðinu gegn York og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Ísak Óli gerði sér lítið fyrir og skoraði mark Leeds í leiknum. Hann spilaði leikinn allann í hjarta varnarinnar.

Ísak var valinn efnilegasti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni í sumar í vali fyrirliða og þjálfara.

Hann fer núna til Derby þar sem hann mun æfa í nokkra daga.

Bæði Leeds og Derby leika í Championship-deildinni, næst efstu deildinni á Englandi.

Ísak á einn leik að baki með 19 ára landsliði Íslands og nokkra leiki með U17 ára landsliðinu.

„Ísak er hrikalega öflugur strákur. Hann er ofboðslega mikill karakter og er fljótur að gera það sem þarf að gera. Hann gefur ekkert eftir inni á vellinum. Það er ótrúlegt hvað hann náði að halda stöðugleika miðað við hvað hann er ungur. Hann bognaði ekkert við pressu heldur hélt bara áfram að vaxa. Það hjálpar honum líka mikið að spila Marc. Þetta er strákur sem klárlega mun fara langt," sagði Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri Keflavíkur, í útvarpsviðtali á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner