Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane ánægður: Sýnir hversu langt við erum komnir
Mynd: Getty Images
„Við erum ánægðir," sagði Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, eftir 1-1 jafntefli gegn Real Madrid í kvöld.

„Þeir voru auðvitað að fara að fá færi í leiknum, en við spiluðum vel og gerðum þeim erfitt fyrir. Þú myndir alltaf taka stig á Bernabeu. Þessi úrslit sýna hversu langt við erum komnir."

Kane skoraði í leiknum, en hann fékk annað tækifæri til að vinna leikinn fyrir Tottenham. Kaylor Navas í marki Real Madrid sá hins vegar við honum úr algjöru dauðafæri.

„Ég hélt ég hefði gert allt rétt, ég opnaði líkamann og setti boltann þar sem ég ætlaði að setja hann, en hann varði vel."

Tottenham hefur tekið sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dauðariðlinum í Meistaradeildinni. Tottenham hefur unnið Dortmund og APOEL og gert jafntefli gegn Real Madrid.

„Við erum í góðri stöðu," sagði Kane að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner