Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Guðmunds heldur áfram með ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson mun halda áfram sem þjálfari ÍBV. Þetta staðfesti félagið í fréttatilkynningu í kvöld.

„ÍBV vill koma því til skila að Kristján Guðmundsson er þjálfari liðsins og verður það áfram, þrátt fyrir sögusagnir og getgátur um annað," segir í tilkynningunni sem barst í kvöld.

Kristján tók við ÍBV fyrir tímabilið og gerði liðið að bikarmeisturum. Undir hans stjórn héldu Vestmannaeyingar sér líka í Pepsi-deildinni eftir harða fallbaráttu. ÍA og Víkingur Ó. féllu úr deildinni.

„Kristján skrifaði undir 3 ára samning fyrir ári síðan og skilaði klúbbnum sínum fyrsta titli í 19 ár á sínu fyrsta ári með félagið."

ÍBV notaði líka tækifærið og tilkynnti það að Hafsteinn Briem væri farinn frá félaginu. Hann staðfesti það sjálfur í dag, en hann hefur verið lykilmaður frá því hann kom frá Fram fyrir tímbilið 2015.

„Knattspyrnudeild ÍBV vill þakka Hafsteini Briem fyrir árin þrjú með félaginu. Öll árin fór ÍBV í undanúrslit bikarsins og færðist ár hvert skrefinu nær titlinum, sem endaði í okkar höndum á þriðja ári Hafsteins. Það er eftirsjá eftir góðum leikmanni og karakter fyrir liðið."

„ÍBV er stórhuga fyrir næsta tímabil og ætlar að byggja upp samkeppnishæft lið til að keppa á toppi deildarinnar á nýjan leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner