þri 17. október 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd skoðar spænskan vinstri bakvörð
Martin reynir að loka á Cristiano Ronaldo.
Martin reynir að loka á Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Njósnarar frá Manchester United horfði á spænska vinstri bakvörðinn Aaron Martin spila með Espanyol gegn Levante á föstudagskvöld.

Um helgina var greint frá því að Martin væri undir smásjá Manchester City,

Martin er tvítugur og spilar fyrir U21-landslið Spánar. Hann er samningsbundinn Espanyol til 2022 en félagið er ekki bjartsýnt á að ná að halda honum.

Martin hefur spilað hverja mínútu í leikjum Espanyol í La Liga á þessu tímabili.

Jose Mourinho hefur spilað á fjölda leikmanna í vinstri bakverði síðan hann kom á Old Trafford. Daley Blind, Marcos Rojo, Luke Shaw, Ashley Young og Matteo Darmian hafa allir verið notaðir í þessari stöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner