Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool skoraði sjö - Jafnt í Madríd
Það var nóg um fagnaðarlæti hjá Liverpool í kvöld.
Það var nóg um fagnaðarlæti hjá Liverpool í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tottenham náði í stig í Madríd.
Tottenham náði í stig í Madríd.
Mynd: Getty Images
Sterling og Gabriel Jesus skoruðu í sigri City.
Sterling og Gabriel Jesus skoruðu í sigri City.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur sjaldan ef aldrei spilað jafn auðveldan Evrópuleik og í kvöld. Þeir heimsóttu FH-bananna í Maribor heim.

Roberto Firmino skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu, en áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist var staðan orðin 4-0. Philippe Coutinho og Mohamed Salah skoruðu, Salah skoraði tvö mörk.

Roberto Firmino gerði sitt annað mark í upphafi seinni hálfleiks og sóknarkór Liverpool að leika á als oddi.

Alex Oxlade-Chamberlain kom inn á sem varamaður og hann opnaði markareikninginn sinn hjá Liverpool áður en hinn efnilegi Trent Alexander-Arnold gerði sjöunda og síðasta markið.

Lokatölur í Slóveníu 7-0, en á sama tíma, í sama riðli burstaði Spartak Moskva lið Sevilla með fimm mörkum gegn einu.

Liverpool hefur fimm stig, rétt eins og Spartak, en síðan kemur Sevilla með fjögur og Maribor með eitt.

Í Madríd gerði Tottenham jafntefli gegn Real Madrid. Harry Kane kom Tottenham yfir áður en Cristiano Ronaldo jafnaði úr vítaspyrnu.

Manchester City kláraði Napoli á heimavelli í hörkuleik. City komst í 2-0, en Napoli náði minnka muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum. Þannig endaði leikurinn, en Napoli hefði klárlega getað fengið eitthvað úr leiknum þar sem Dries Mertens klúðraði vítaspyrnu.

Þá hafði Shakhtar betur gegn Feyenoord, Besiktas lagði Mónakó, RB Leipzig vann Porto og APOEL náði í jafntefli gegn Dortmund.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar kvöldsins.

E-riðill
Spartak 5 - 1 Sevilla
1-0 Quincy Promes ('18 )
1-1 Simon Kjaer ('30 )
2-1 Lorenzo Melgarejo ('58 )
3-1 Denis Glushakov ('67 )
4-1 Luiz Adriano ('74 )
5-1 Quincy Promes ('90 )

Maribor 0 - 7 Liverpool
0-1 Roberto Firmino ('4 )
0-2 Philippe Coutinho ('13 )
0-3 Mohamed Salah ('19 )
0-4 Mohamed Salah ('40 )
0-5 Roberto Firmino ('54 )
0-6 Alex Oxlade-Chamberlain ('86 )
0-7 Trent Arnold ('90 )

F-riðill
Manchester City 2 - 1 Napoli
1-0 Raheem Sterling ('9 )
2-0 Gabriel Jesus ('13 )
2-0 Dries Mertens ('38 , Misnotað víti)
2-1 Amadou Diawara ('73 , víti)

Feyenoord 1 - 2 Shakhtar D
1-0 Steven Berghuis ('8 )
1-1 Bernard ('24 )
1-2 Bernard ('54 )
Rautt spjald: Yaroslav Rakitskiy, Shakhtar D ('75)

G-riðill
Mónakó 1 - 2 Besiktas
1-0 Radamel Falcao ('30 )
1-1 Cenk Tosun ('34 )
1-2 Cenk Tosun ('54 )

RB Leipzig 3 - 2 Porto
1-0 Willi Orban ('8 )
1-1 Vincent Aboubakar ('18 )
2-1 Emil Forsberg ('38 )
3-1 Jean-Kevin Augustin ('41 )
3-2 Ivan Marcano ('44 )

H-riðill
APOEL 1 - 1 Borussia D.
1-0 Mickael Pote ('62 )
1-1 Sokratis Papastathopoulos ('67 )

Real Madrid 1 - 1 Tottenham
1-0 Raphael Varane ('28 , sjálfsmark)
2-0 Cristiano Ronaldo ('43 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner