Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Morata búinn að jafna sig - Getur spilað á morgun
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Alvaro Morata er klár í slaginn og getur spilað með Chelsea gegn Roma í Meistaradeildinni á morgun.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Chelsea.

Morata meiddist gegn Manchester City í síðasta mánuði og gat ekki spilað í tapinu gegn Crystal Palace um helgina. Michy Bathshuayi leysti hann af, en Batshuayi var harðlega gagnrýndur eftir leikinn.

„Alvaro Morata hefur verið að æfa með okkur og hann ætti að geta spilað á morgun," sagði Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, þegar hann ræddi við blaðamenn í dag.

N'Golo Kante, Victor Moses og Danny Drinkwater geta ekki spilað með Chelsea á morgun, en þeir eru allir meiddir.

Chelsea hefur hingað til unnið báða leiki sína í riðli sínum í
Meistaradeildinni. Leikurinn gegn Roma á morgun kemur til með að segja mikið um það hvort liðið fari upp úr riðlinum.

Sjá einnig:
Mun Chelsea reyna við Vardy í janúar?
Athugasemdir
banner
banner
banner