Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 17. október 2017 16:38
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Staðreyndin sú að það er ekkert í gangi
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho sagði á fréttamannafundi í dag að ekki væri á döfinni að gera nýjan samning við Manchester United. Enskir fjölmiðlar hafa verið að velta framtíð þess portúgalska eftir að hann sagði að United yrði ekki hans sínasta starf.

En á fréttamannafundi sem haldinn var fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Benfica á morgun sagði Mourinho að hann væri ekki á förum eitt né neitt. Enn eru rúmlega 18 mánuðir eftir af samningi hans.

„Einn daginn segir enskir fjölmiðlar að ég muni skrifa undir fimm ára samning og þann næsta að ég sé að fara til PSG," segir Mourinho.

„Sannleikurinn er sá að ekkert er í gangi. Ég er ekki að fara að skrifa undir nýjan fimm ára samning og ég er ekki að fara í PSG. Ég er hjá Man United og það er allt sem er að frétta. Ég er með samning."

„Það er satt að ég mun ekki enda ferilinn hjá United, ég sé ekki fram á að vera hér í 15 eða 20 ár. Ég held að Wenger sé sá síðasti sem er svona lengi hjá sama félagi. Ég er ekki að hugsa um nýjan samning en ég er heldur ekki að hugsa um að fara."

Manchester United hefur unnið báða leiki sína í riðlinum í Meistaradeildinni en Benfica er án stiga á botninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner