Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 09:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid horfir til Kane og Rashford
Powerade
Rashford kemur við sögu í slúðurpakkanum.
Rashford kemur við sögu í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Pochettino er ánægður hjá Tottenham.
Pochettino er ánægður hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan dag. Slúðrið er mætt en BBC tók saman það helsta sem ensku götublöðin voru að sjóða saman í morgun. Þú ræður hverju þú trúir!

Real Madrid undirbýr 150 milljóna punda tilboð í sóknarmanninn Harry Kane (24) hjá Tottenham. (Daily Mirror)

Tottenham mun fara fram á 200 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. (Times)

Real Madrid mun reyna að fá Marcus Rashford (19) frá Manchester United ef félagið getur ekki keypt Kane. (Don Balon)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun berjast við fyrrum félag sitt Barcelona um kaup á Julian Weigl (22), miðjumanni Borussia Dortmund. (AS)

Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil (29) færist nær því að yfirgefa Arsenal í janúar. Arsenal er að leita að hugsanlegum kaupendum. (Daily Mirror)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hyggst skipta sóknarmanninum Michy Batshuayi (24) út í janúarglugganum. Hann vill fá betri varaskeifu fyrir sóknarmann númer eitt, Alvaro Morata (24). (Daily Telegraph)

Miðvörðurinn Toby Alderweireld (28) hjá Tottenham segir að það hafi ekki verið nein framþróun í viðræðum um nýjan samning við félagið. (Sun)

Newcastle vill kaupa sóknarmanninn Cenk Tosun (26) frá Besiktas í Tyrklandi í janúar. Tyrkneski landsliðsmaðurinn er metinn á 15 milljónir punda en hann hefur einnig vakið áhuga Tottenham og Crystal Palace. (Daily Star)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá umtalsverða launahækkun ef hann á að skrifa undir nýjan samning. (Guardian)

Paulo Fonseca, stjóri Shaktar Donetsk, segist vilja vinna í ensku úrvalsdeildinni. Þau ummæli gætu endurvakið áhuga Everton. (Daily Telegraph)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, væri til í að skrifa undir fimmtán ára samning við félagið. (London Evening Standard)

Edinson Cavani (30). sóknarmaður Paris St-Germain, vill fara til Manchester City eftir að hafa lent í deilum við Neymar sem hafa sett spurningamerki við framtíð úrúgvæska landsliðsmannsins. (Don Balon)

Marcos Alonso (26), vinstri bakvörður Chelsea, er á borðinu hjá Barcelona. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid er hugsaður sem arftaki Jordi Alba (28) í framtíðinni. (Daily Mail)

Wojciech Szczesny, markvörður Juventus og fyrrum leikmaður Arsenal, segist vilja verða innanhússarkitekt þegar hann leggur skóna á hilluna. (Independent)

Paris St-Germain þarf að borga Neymar þrjár milljónir evra í bónusgreiðslur ef hann vinnur gullknöttinn, Ballon d'Or. (Le Parisien)

Líklegt er að Marc Overmars sem er yfirmaður fótboltamála hjá Ajax fari til Arsenal og verði ráðinn í sömu stöðu. Overmars er fyrrum vængmaður Arsenal. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner