Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sagt að Overmars taki til starfa hjá Arsenal næsta tímabil
Marc Overmars hefur starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá Ajax. Hér má sjá hann og Óttar Magnús Karlsson fyrir nokkrum árum síðan.
Marc Overmars hefur starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá Ajax. Hér má sjá hann og Óttar Magnús Karlsson fyrir nokkrum árum síðan.
Mynd: Kristján Bernburg
Daily Mail segir að Marc Overmars eigi að taka við nýrri stöðu hjá Arsenal á næsta tímabili og verði yfirmarður fótboltamála.

Overmars lék á sínum tíma 141 leik og skoraði 40 mörk fyrir félagið milli 1997 og 2000. Hann hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Ajax síðan 2012 en er nú á leið aftur til London.

Hann á meðal annars að taka við verkefnum sem voru áður í höndum Dick Law en hann var yfirmaður samningamála hjá Arsenal en yfirgaf félagið í lok síðasta mánaðar.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur alltaf verið tregur til að vinna með yfirmanni fótboltamála. Fyrr á þessu ári sagðist hann ekki skilja tilganginn með stöðunni. Hann sagði að á meðan hann væri knattspyrnustjóri myndi hann hafa lokaorðið.

Það er því óvíst hversu mikil völd Overmars mun hafa en hann kemur inn með mikla reynslu eftir fimm ára starf í þessari stöðu hjá Ajax.

Arsenal vill taka til bak við tjöldin og endurskoða vinnuferla eftir erfitt sumar þar sem Arsenal mistókst að fá Kylian Mbappe og Thomas Lemar frá Mónakó. Einnig mistókst félaginu að landa Julian Draxler.

Arsenal tapaði 2-1 fyrir Watford í síðasta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni en næsti leikur liðsins er gegn Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner