Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   þri 17. október 2017 22:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Selma Sól nýliði: Ert fullorðin hér
Selma Sól er í A-landsliðshópnum í fyrsta skipti og nýtur sín í Þýskalandi
Selma Sól er í A-landsliðshópnum í fyrsta skipti og nýtur sín í Þýskalandi
Mynd: Anna Þonn
„Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er mjög gaman,” sagði Selma Sól Magnúsdóttir, nýliðinn í íslenska landsliðshópnum sem mættur er á meginlandið til að spila tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM.

Selma Sól er í A-landsliðshópnum í fyrsta sinn. Átti hún von á að vera valin í verkefnið?

„Ég átti ekki beint von á að fá kallið en ég vissi að ég væri á einhverjum backup lista og ég vissi að ég ætti einhvern séns. En það var síðan mjög gaman að fá að vita þetta.“

Aðspurð um dagana frá landsliðsvalinu svaraði Selma Sól:

„Þeir hafa verið mjög fljótir að líða. Það er mikið að gera í skólanum og svo er ég komin hingað. Allt gengur vel og allir taka vel á móti manni.“

Selma Sól hefur spilað fjölda landsleikja með U17 og U19 og við spurðum hana út í muninn á verkefnunum.

„Það er náttúrlega bara ákveðinn aldurshópur sem er leyfilegur í U17 og U19 en hérna er allur aldurshópur leyfður þannig að það er hærra tempó á æfingum. Svo er ég náttúrlega ekki búin að spila neinn leik en það ætti mögulega að vera meira tempó í leikjunum líka.“

„Mér finnst maður frjálslegri hér. Þú ert fullorðinn og ert svona meira á eigin vegum eða næstum því. Það er svona mesti munurinn.“


Framundan eru risaleikir við Þýskaland og Tékkland og Selma Sól er spennt fyrir þeim.

„Þetta er mjög gaman, mjög stórir leikir og við ætlum að gera okkar allra besta til að ná sem lengst í þessum riðili. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Selma Sól sem hefur mætt báðum þjóðum í leikjum með unglingalandsliðunum.

„Við erum búin að mæta Þýskalandi þrisvar sinnum held ég í U17 og U19 og þær eru mjög góðar. Ég held ég hafi mætt Tékklandi einu sinni og þær eru líka bara mjög sterkar.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við leikmanninn efnilega í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner