Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   þri 17. október 2017 22:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Selma Sól nýliði: Ert fullorðin hér
Selma Sól er í A-landsliðshópnum í fyrsta skipti og nýtur sín í Þýskalandi
Selma Sól er í A-landsliðshópnum í fyrsta skipti og nýtur sín í Þýskalandi
Mynd: Anna Þonn
„Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er mjög gaman,” sagði Selma Sól Magnúsdóttir, nýliðinn í íslenska landsliðshópnum sem mættur er á meginlandið til að spila tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM.

Selma Sól er í A-landsliðshópnum í fyrsta sinn. Átti hún von á að vera valin í verkefnið?

„Ég átti ekki beint von á að fá kallið en ég vissi að ég væri á einhverjum backup lista og ég vissi að ég ætti einhvern séns. En það var síðan mjög gaman að fá að vita þetta.“

Aðspurð um dagana frá landsliðsvalinu svaraði Selma Sól:

„Þeir hafa verið mjög fljótir að líða. Það er mikið að gera í skólanum og svo er ég komin hingað. Allt gengur vel og allir taka vel á móti manni.“

Selma Sól hefur spilað fjölda landsleikja með U17 og U19 og við spurðum hana út í muninn á verkefnunum.

„Það er náttúrlega bara ákveðinn aldurshópur sem er leyfilegur í U17 og U19 en hérna er allur aldurshópur leyfður þannig að það er hærra tempó á æfingum. Svo er ég náttúrlega ekki búin að spila neinn leik en það ætti mögulega að vera meira tempó í leikjunum líka.“

„Mér finnst maður frjálslegri hér. Þú ert fullorðinn og ert svona meira á eigin vegum eða næstum því. Það er svona mesti munurinn.“


Framundan eru risaleikir við Þýskaland og Tékkland og Selma Sól er spennt fyrir þeim.

„Þetta er mjög gaman, mjög stórir leikir og við ætlum að gera okkar allra besta til að ná sem lengst í þessum riðili. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Selma Sól sem hefur mætt báðum þjóðum í leikjum með unglingalandsliðunum.

„Við erum búin að mæta Þýskalandi þrisvar sinnum held ég í U17 og U19 og þær eru mjög góðar. Ég held ég hafi mætt Tékklandi einu sinni og þær eru líka bara mjög sterkar.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við leikmanninn efnilega í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner