Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 15:18
Elvar Geir Magnússon
Skúli Jón: Gagnkvæmur vilji til að ég verði áfram hjá KR
Skúli í leik með KR-ingum.
Skúli í leik með KR-ingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég býst við því að vera áfram í KR þó við eigum enn eftir að setjast niður," segir varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson en samningur hans við KR er að renna út.

Rúnar Kristinsson var á dögunum ráðinn þjálfari hjá KR og kemur í staðinn fyrir Willum Þór Þórsson sem snéri aftur í pólitíkina

Skúli sat á kaffihúsi í Stokkhólmi þegar Fótbolti.net heyrði í honum áðan.

„Ég heyrði aðeins í Rúnari áður en ég fór út og við töluðum þá um að ég yrði áfram. Það er gagnkvæmur vilji til þess."

Skúli er 29 ára og spilaði fyrir KR 2005-2012 og fór svo í atvinnumennsku til Svíþjóðar áður en hann kom til baka fyrir tímabilið 2015.

Á síðasta tímabili lék hann 21 leik í Pepsi-deildinni og skoraði tvö mörk en KR endaði í fjórða sæti og missti af Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner