Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. október 2017 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsti útisigur Liverpool - Maribor tók metið af KR
Mynd: Getty Images
Liverpool setti met með sigri sínum á Maribor í kvöld.

Liverpool gjörsamlega valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í riðli sínum í Meistaradeildinni. Lokaniðurstaðan var 7-0 fyrir Liverpool.

Roberto Firmino skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu, en áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist var staðan orðin 4-0. Philippe Coutinho og Mohamed Salah skoruðu, Salah skoraði tvö mörk. Roberto Firmino gerði sitt annað mark í upphafi seinni hálfleiks og sóknarkór Liverpool að leika á als oddi í veislunni í Slóveníu.

Alex Oxlade-Chamberlain kom inn á sem varamaður og hann opnaði markareikninginn sinn hjá Liverpool áður en hinn efnilegi Trent Alexander-Arnold gerði sjöunda og síðasta markið.

Aldrei hefur enskt lið unnið jafn stórt á útivelli í Evrópuleik, en stærstu sigrar Liverpool fyrir þennan leik voru 5-0. Þeir höfðu unnið þrjú mismunandi lið 5-0, þar á meðal KR.

Liverpool mætti KR árið 1964, en leikurinn á Íslandi var á Laugardagsvelli og fór 5-0. Liverpool vann síðan 6-1 heima.

Smelltu hér til að lesa um leikinn frá 1964.







Athugasemdir
banner