þri 17. október 2017 10:30
Elvar Geir Magnússon
Sterling hætti að skoða virka í athugasemdum
Sterling er farinn að útiloka virka í athugasemdum.
Sterling er farinn að útiloka virka í athugasemdum.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, fær neikvæðari ummæli um sig á samskiptamiðlum en flestir leikmenn þurfa að venjast. Sterling viðurkennir að þessi ummæli hafi haft áhrif á sig til að byrja með en hann sé búinn að læra að horfa framhjá þeim.

Sterling hefur verið stórgóður með City á þessu tímabili og blómstrað í skemmtilegu liði Pep Guardiola.

Langt er síðan fótboltamenn lærðu að skoða ekki blöðin en nú eru það samskiptamiðlarnir sem reynast mörgum vandamál. Sterling er hættur að velta sér upp úr skítkastinu sem hann fær þar.

„Á mínu fyrsta ári eftir að ég kom til City frá Liverpool var ég alltaf að skoða Instagram. Maður sá ummæli hlaðast upp og skoðaði þau. Ég fékk neikvæð ummæli um það hvernig leikmaður ég er og hvernig ég lifi lífi mínu," segir Sterling.

„Ég hef lært að best sé að skoða ekki þessi ummæli. Ef þú skoðar ekki ummælin þá hafa þau ekki áhrif á þig."

Líklegt er að neikvæðu ummælin hafi haft slæm áhrif á sjálfstraust Sterling en hann hefur nú lært að útiloka þau og er hreinlega óstöðvandi hjá Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner