Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
   þri 17. nóvember 2015 22:43
Magnús Már Einarsson
Zilina í Slóvakíu
Haukur Heiðar: Sé eftir því að hafa ekki skotið
LG
Borgun
Haukur Heiðar komst vel frá sínu.
Haukur Heiðar komst vel frá sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Frammistaða Hauks Heiðar Haukssonar var ein af fáum ljósum punktum í 3-1 tapi Íslands gegn Slóvakíu í vináttulandsleik í kvöld.

Ísland leiddi 1-0 í hálfleik en Slóvakar sneru taflinu við á skelfilegum þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Haukur Heiðar átti hins vegar flottan leik, var duglegur sóknarlega og traustur varnarlega.

Lestu um leikinn: Slóvakía U21 3 -  1 Ísland

„Það var virkilega gaman að fá tækifærið og ég naut þess að spila þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur," sagði Haukur Heiðar við Fótbolta.net.

Haukur fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína og gengur hann sáttur frá borði.

„Ég var þokkalega sáttur, maður var kannski smá "shaky" í byrjun, gerði ein mistök snemma þar sem ég var pressaður og missti boltann, annars var ég sáttur," sagði Haukur og var hann nokkuð ánægður með fyrirgjafirnar sínar. Hann viðurkennir að úrslitin hafi verið furðuleg miðað við gang leiksins fram að jöfnunarmarki heimamanna.

„Við erum bara með þennan leik alveg fannst mér, við vorum búnir að spila vel og opna þá. Ég veit ekki alveg hvort þetta var rangstaða þegar Alfreð skoraði, annars fannst mér við vera alveg með þennan leik. Svo skora þeir eitthvað heppnismark, Ömmi sagðist vera kominn með báðar hendurnar á boltann þannig það á að vera brot. Svo skora þeir annað heppnismark þegar boltinn fer í varnarmann og í boga yfir Ögmund."

Haukur átti einmitt sendinguna á Alfreð þegar hann skoraði og var dæmdur rangstæður. Var ekkert freistandi að láta vaða frekar en að gefa boltann?

„Yfirleitt þegar ég er í þessari stöðu hugsa ég um sendinguna fyrst og þegar ég sá Alfreð var ég alltaf að fara að gefa hann. En ég sá svolítið eftir því að hafa ekki skotið," sagði Haukur léttur.
Athugasemdir
banner
banner