Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 17. nóvember 2015 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Per Rud: Þróttur verður ekki danskt lið í Reykjavík
Per Rud.
Per Rud.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síminn hjá mér hefur ekki hætt að hringja síðan ég kom hingað en það er mikilvægt að taka það fram að Þróttur verður íslenskt félag með íslenska leikmenn. Kannski koma nokkrir leikmenn frá Danmörku en Þróttur verður ekki danskt félag í Reykjavík," sagði Per Rud nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Þrótti við Fótbolta.net í gær um þær breytingar sem framundan eru hjá félaginu.

Þróttur vann sér sæti í Pepsi-deildinni núna í haust og að undanförnu hefur verið lögð vinna í að styrkja félagið inn á við. Óttar Edvardsson hefur verið starfandi framkvæmdastjóri en hann var áður hjá Val og þá réði félagið nýlega Þóri Hákonarson fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ í starf íþróttastjóra og nú Per Rud sem var áður hjá Bröndby í Danmörku.

„Það getur enginn gert neitt einn, það þarf samvinnu til. En ég veit að með minni reynslu og annarra góðra einstaklinga sem við höfum hjá félaginu, Þóri frá KSÍ og Óttari, erum við með mjög reynda menn sem vinna í fullu starfi," sagði Per.

„Ég mun reyna að hraða ferlum þar sem fólk mun vinna faglegar. Við þurfum að búa til rauða línu frá yngstu leikmönnunum sem eru 5-6 ára og upp í meistaraflokk. Leikstíl og æfingar og slíkt. Það verður mitt hlutverk hérna."

„Svo mun ég auðvitað hjálpa til við meistaraflokkana svo Þróttur verði með stöðugt lið í efstu deild. En þegar þú byggir hús þá byrjarðu ekki á þakinu heldur grunninum. Við erum að gera það núna, það er gaman að vera hérna þó þetta sé mjög frábrugðið sem ég þekki til."


Viðtali má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner