fim 17. nóvember 2016 20:47
Magnús Már Einarsson
Viðar valinn sóknarmaður ársins í Svíþjóð
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson fékk í kvöld verðlaun sem besti sóknarmaður tímabilsins í Svíþjóð.

Viðar skoraði 14 mörk í 20 leikjum með sænsku meisturunum í Malmö áður en hann gekk til liðs við Maccabi Tel Aviv í Ísrael í ágúst.

Lengi vel var Viðar markahæstur í deildinni en í lokaumferðinni skoraði John Owoeri, framherj Hacken, fernu og tryggði sér gullskóinn.

Kári Árnason, varnarmaður Malmö, var einn af þremur sem kom til greina í vali á varnarmanni ársins.

Andreas Johansson, varnarmaður IFK Norrköping, tók þau verðlaun hins vegar annað árið í röð.

Leikmenn Malmö voru áberandi á verðlaunaafhendingunni en hinn norski Magnus Wolff Eikrem var besti miðjumaðurinn og Johan Wiland var besti markvörðurinn.

Graham Potter, þjálfari Östersund, var valinn þjálfari ársins en liðið endaði óvænt í 8. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner