fös 17. nóvember 2017 14:24
Elvar Geir Magnússon
Adebayor íhugaði sjálfsmorð vegna fjölskyldu sinnar
Emmanuel Adebayorí leik með Basaksehir.
Emmanuel Adebayorí leik með Basaksehir.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Adebayor, fyrrum sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni, segir að fjölskylda sín hafi gert það að verkum að hann íhugaði að taka eigið líf.

Adebayor, sem er 33 ára í dag, lék fyrir Arsenal, Manchester City og Tottenham en er nú hjá Basaksehir í Istanbúl.

Hann hefur áður tjáð sig um miklar fjölskylduerjur en hann segir frá því í nýju viðtali í Frakklandi að fjölskylda sín hafi haft neikvæð áhrif á andlega heilsu sína.

„Ég hef oft skipt um símanúmer svo fjölskylda mín nái ekki sambandi við mig," segir Adebayor sem er frá Tógó.

Hann segist hafa reynt að hjálpa fjölskyldu sinni út úr fátækt en fjölskyldan hafi bara samband við sig til að reyna að sníkja peninga.

„Ég var aldrei spurður út í það hvernig ég hefði það. Það var bara reynt að fá peninga frá mér."

Adebayor sagði frá því í sumar að fjölskylda sín hafi komið í veg fyrir það að hann yrði keyptur til Real Madrid sumarið 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner