Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. nóvember 2017 12:31
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik og ÍA vilja fá Bjarka Stein
Bjarki Steinn í leik í 2. deildinni í sumar.
Bjarki Steinn í leik í 2. deildinni í sumar.
Mynd: Raggi Óla
Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Aftureldingar, hefur fengið leyfi til að ræða við önnur félög. Þetta staðfesti Ásbjörn Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, í samtali við Fótbolta.net.

Bjarki er 17 ára kantmaður sem leikur hefur fyrir U17 og U18 landslið Íslands en hann skoraði tvö mörk í tíu leikjum fyrir Aftureldingu á liðnu tímabili í 2. deildinni.

„Hann vildi fá að ræða við önnur félög og við urðum að hans ósk, við höldum ekki leikmönnum sem vilja fara annað," segir Ásbjörn.

Samkvæmt heimildum eru Breiðablik og ÍA meðal félaga sem eru áhugasöm um þennan efnilega leikmann.

Bjarki fór í fyrra út til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby. Þess má til gamans geta að faðir hans er Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta.
Athugasemdir
banner
banner