Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. nóvember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fimm ungir framlengdu við Þrótt V. í gær
Strákarnir fimm sem allir eru fæddir 1997 ásamt Marteini Ægissyni, framkvæmdastjóra.
Strákarnir fimm sem allir eru fæddir 1997 ásamt Marteini Ægissyni, framkvæmdastjóra.
Mynd: Þróttur Vogum
Fimm leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við Þrótt Vogum í gærkvöldi.

Leikmennirnir eru allir tvítugir og spiluðu allir með liðinu í sumar þegar Þróttur komst í fyrsta sinn upp úr 3. deild.

Leikmennirnir sem skrifuðu undir eru Hrólfur Sveinsson, Anton Ingi Sigurðarson, Bjarki Þór Þorsteinsson, Garðar Benediktsson og Ísak Breki Jónsson.

Hrólfur og Ísak léku fjórtán deildarleiki síðasta sumar, Garðar kom tólf sinnum við sögu, Bjarki Þór fimm sinnum og Anton Ingi þrisvar.

„Þróttur óskar þeim til hamingju með áfangann og hlakkar mikið til komandi samstarfs," segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar V, í gærkvöldi.

„Markmið okkar er að halda þeim leikmönnum sem voru í sumar, fyrsta skefið var stigið í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner