banner
   fös 17. nóvember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Leikið á laugardagskvöldum í ensku úrvalsdeildinni?
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
LÍklegt er að leikið verði á laugardagskvöldum í ensku úrvalsdeildinni frá og með tímabilinu 2019/2020.

Búist er við að sjónvarpsleikum á enskri grundu fjölgi úr 168 leikjum á tímabili upp í 190 leiki í nýjum sjónvarpsrétti sem er á leið í útboð.

Til að fjölga sjónvarpsleikjum er líklegt að spilað verði á laugardagskvöldum klukkan 19:30.

Um er að ræða nýjan þriggja ára sjónvarpssamning frá 2019 til 2022.

Sky Sports og BT Sports eiga sjónvarpsréttinn á Englandi í augnablikinu en líklegt er að fyrirtæki eins og Twitter og Amazon berjist um réttinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner