Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. nóvember 2017 23:55
Elvar Geir Magnússon
Mourinho reiður - Phil Jones sprautaður sex sinnum
Phil Jones entist aðeins í 25 mínútur gegn Þýskalandi.
Phil Jones entist aðeins í 25 mínútur gegn Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er öskuillur yfir meðhöndlun enska knattspyrnusambandsins á varnarmanninum Phil Jones.

Jones lék vináttulandsleik gegn Þýskalandi þrátt fyrir að vera meiddur. Mourinho segir að Jones hafi verið sprautaður alls sex sinnum af læknateymi landsliðsins fyrir leikinn.

Jones mun ekki geta spilað gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en hann entist aðeins 25 mínútur í landsleiknum gegn Þýskalandi.

„Ég hef verið stjóri síðan 2000 og á sautján árum hef ég aldrei áður vitað til þess að leikmaður hafi verið sprautaður til að spila æfingaleik. Ég hef verið leikmenn sem hafa verið sprautaðir til að spila mikilvæga leiki, en vináttulandsleiki?" segir Mourinho.

Mourinho verður án Jones en góðu fréttirnar eru þær að Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Marcos Rojo verða í leikmannahópnum á morgun. Þeir hafa allir verið lengi frá vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner